Setti persónulegt met í NBA-deildinni

Jaylen Brown átti sannkallaðan stórleik í nótt.
Jaylen Brown átti sannkallaðan stórleik í nótt. AFP

LeBron James var stigahæstur í liði Los Angeles Lakers þegar liðið vann 108:103-heimasigur gegn Minnesota Timberwolves í bandarísku NBA-deildinni í körfuknatteik í nótt.

LeBron skoraði 26 stig í leiknum, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar en þetta var annar sigurleikur Lakers í röð. Liðið er með 19 sigra í áttunda sæti vesturdeildarinnar.

Þá setti Jaylen Brown, leikmaður Boston Celtics, persónulegt met í stigaskori í nótt þegar hann skoraði 50 stig fyrir Boston Celtics sem vann 116:111-sigur gegn Orlando Magic í Boston.

Boston er með 18 stig í níunda sæti austurdeildarinnar og í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni.

Úrslit næturinnar í NBA:

Toronto – New York 120:105
Sacramento – Miami 115:113
Cleceland – Indiana 108:104
Boston – Orlando (frl.) 116:111
LA Lakers – Minnesota 108:103
Oklahoma – Dallas 86:95
Charlotte – Phoenix 99:113

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert