56 stig dugðu ekki til

Trae Young fór á kostum en það dugði ekki til.
Trae Young fór á kostum en það dugði ekki til. AFP

Trae Young fór á kostum fyrir Atlanta Hawks þegar liðið tapaði með fimm stiga mun gegn Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í körfuknattleik í Portland í nótt.

Leiknum lauk með 136:131-sigri Portlands en Young gerði sér lítið fyrir og skoraði 56 stig í leiknum, ásamt því að gefa fjórtán stoðsendingar.

Það dugði hins vegar ekki til en bæði lið hafa verið í vandræðum á leiktíðinni, Portland er með 14 sigra í 12. sæti vesturdeildarinnar á meðan Atlanta er með 16 sigra í 12. sæti vesturdeildarinnar.

Þá töpuðu meistarar Milwaukee Bucks afar óvænt fyrir Detroit Pistons sem er í fjórtánda og næstneðsta sæti austurdeildarinnar en leik liðanna í Milwaukee lauk með 115:106-sigri Detroit.

Úrslit næturinnar í NBA:

Philadelphia – Houston 133:113
Washington – Charlotte 124:121
Brooklyn – Memphis 104:118
Chicago – Orlando 102:98
Milwaukee – Detroit 106:115
New Orleans – Utah 104:115
Dallas – Denver 103:89
Golden State – Miami 115:108
Portland – Atlanta 136:131
LA Clippers – Minnesota 104:122

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert