Enn skiptir Bilic um félag

Slóveninn Sinisa Bilic er genginn til liðs við Álftanes sem leikur í 1. deild karla í körfuknattleik, þeirri næstefstu á Íslandsmótinu. 

Álftanes verður fjórða liðið sem Bilic spilar með hérlendis frá því hann kom til landsins árið 2019. Þá kom hann til Tindastóls og lék með liðinu tímabilið 2019-2020. Á síðasta tímabili lék hann með Val en skipti yfir í Breiðablik í sumar. Hann fer nú úr úrvalsdeildinni og niður í 1. deildina eftir aðeins hálft tímabil hjá Blikum. 

Bilic hefur verið nokkuð atkvæðamikill í efstu deild og ætti því að reynast Álftanesi mikill liðsstyrkur. Skoraði hann tæplega 18 stig að meðaltali fyrir Breiðablik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert