Zaragoza fékk slæman skell í Malaga í kvöld þegar liðið heimsótti Unicaja í spænsku ACB-deildinni í körfuknattleik.
Unicaja vann 112:72 en liðin eru í 11. og 12. sæti í deildinni. Möguleikar Zaragoza á því að komast í átta liða úrslitakeppnina á Spáni fara minnkandi en eru ekki úr sögunni enda nóg eftir af mótinu.
Miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason lék í 18 mínútur og skoraði 8 stig, tók 5 fráköst og varði eitt skot.