Martin Hermannsson, snjallasti körfuknattleiksmaður landsins, smitaðist á dögunum af kórónuveirunni og var af þeim sökum ekki með Valencia þegar liðið vann Bursaspor 86:68 í Evrópubikarnum í kvöld.
Annar leikmaður liðsins er einnig smitaður. Martin sagði mbl.is stuttlega frá stöðu mála í kvöld.
Hann veiktist lítið sem ekkert í kjölfar smitsins og bíður nú einfaldlega eftir því að fá neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku til að geta spilað með liðinu á ný.
Segist Martin hafa verið við æfingar einn síns liðs síðustu þrjá daga.