Spænska liðið Valencia vann stórsigur á tyrkneska liðinu Bursaspor í B-riðli Evrópubikars karla í körfuknattleik í kvöld.
Valencia sigraði 86:68 og er liðið í fjórða sæti af tíu liðum í B-riðlinum. Fjögur lið munu komast áfram en Valencia hefur unnið fimm af fyrstu átta leikjunum og sigurinn í kvöld var mikilvægur til að halda Bursaspor fyrir aftan sig. Bursaspor hefur unnið þrjá leiki af átta.
Martin Hermannsson lék ekki með Valencia í kvöld.