Það stefnir í mikla baráttu nokkurra liða um að komast upp í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á næsta tímabili.
Tveir leikir fóru fram í 1. deildinni í kvöld eða þeirri næstefstu.
Höttur heimsótti Skagamenn og unnu ÍA 102:60 en Höttur er með 22 stig eins og Álftanes. Liðin eru tveimur stigum á eftir toppliði Hauka en Höttur og Hauka féllu úr efstu deild á síðasta tímabili.
Sindri á enn möguleika en liðið er með 18 stig í fjórða sæti eftir að hafa burstað Hamar 118:67 á Hornafirði.