Þrettán þjálfarar hafa smitast

Jason Kidd.
Jason Kidd. AFP

Þrettán þjálfarar í NBA-deildinni í körfuknattleik hafa nú fengið kórónuveiruna á þessu keppnistímabili.

Jason Kidd hjá Dallas Mavericks er sá nýjasti og hefur dregið sig í hlé um stundarsakir eins og reglur deildarinnar kveða á um.

Kidd mun hafa fengið niðurstöðurnar í gærkvöldi og mun Sean Sweeney stýra liðinu í fjarveru Kidd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert