Bakvörðurinn ungi, Ja Morant, lét vel að sér kveða þegar lið hans Memphis Grizzlies vann sterkan 127:119-sigur á LA Lakers í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.
Hann skoraði 16 stig, tók fimm fráköst, gaf sjö stoðsendingar og blokkaði eitt skot.
Skotið sem hann komst í veg fyrir hefur vakið mikla athygli enda stökkkrafturinn ansi magnaður sem hinn 191 sentimetra hái Morant býr yfir ansi magnaður.
Myndskeið af því þegar Morant, sem er 22 ára gamall, blokkaði skot Avery Bradley í nótt má sjá hér:
JA MORANT 🤯
— SportsCenter (@SportsCenter) January 10, 2022
ONE OF THE MOST ATHLETIC BLOCKS YOU’LL EVER SEE. pic.twitter.com/mSBEajPDtK
Hann fylgdi þessu eftir með frábærri troðslu skömmu síðar í leiknum:
TAKE IT EASY JA 😵 pic.twitter.com/F8Rgt9ZsAn
— SportsCenter (@SportsCenter) January 10, 2022