Spænski framherjinn Javier Valeiras hefur skrifað undir samning við körfuknattleiksdeild Grindavíkur um að leika með karlaliðinu út yfirstandandi tímabil.
Karfan.is greinir frá.
Valeiras er 23 ára gamall og 203 sentimetrar á hæð.
Hann hefur á undanförnum árum leikið í bandaríska háskólaboltanum þar sem hann lék fyrir Golden Knights, lið Gannon-háskólans í Pennsylvaníuríki. Útskrifaðist Valeiras þaðan á síðasta ári.
Áður en hann fór í háskóla í Bandaríkjunum lék hann með yngri flokkum Badajoz í heimalandinu.