Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir átti afar góðan leik fyrir Phoenix Constanta er liðið hafði betur gegn Agronomia Búkarest í efstu deild Rúmeníu í körfubolta í kvöld.
Sara var stigahæst á vellinum með 19 stig og tók hún einnig átta fráköst. Þá gaf hún flestar stoðsendingar allra á vellinum eða fimm.
Phoenix Constanta er í fimmta sæti deildarinnar með 21 stig eftir 14 leiki en liðið hefur unnið fjóra leiki í röð.