Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum í gær. Los Angeles Lakers tapaði 133:96 fyrir Denver Nuggets þar sem hinn serbneski Nikola Jokic gerði þrefalda tvennu.
LeBron James var stigahæstur í liði Lakers en hann skoraði 25 stig og tók níu fráköst. Russell Westbrook kom næstur með 19 stig. Jokic skoraði 17 stig, tók 12 fráköst og gaf 13 stoðsendingar en stigahæsti maður vallarins var Bones Hyland sem kom af bekknum hjá Denver og skoraði 27 stig.
Toronto Raptors vann 103:96 sigur á ríkjandi meisturunum í Milwaukee Bucks. Pascal Siakam átti frábæran leik í liði Toronto en hann skoraði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar.
Þá vann Brooklyn Nets 120:105 sigur á New Orleans Pelicans. James Harden var stigahæstur Brooklyn-manna með 27 stig, en hann gaf einnig 15 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Kevin Durant spilaði einungis rúmlega 12 mínútur vegna meiðsla og skoraði á þeim 12 stig.
Öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan.
Toronto Raptors 103:96 Milwaukee Bucks
Portland Trail Blazers 115:110 Washington Wizards
New York Knicks 117:108 Atlanta Hawks
New Orleans Pelicans 105:120 Brooklyn Nets
Philadelphia 76'ers 109:98 Miami Heat
Cleveland Cavaliers 107:102 Oklahoma City Thunder
Chicago Bulls 112:114 Boston Celtics
Los Angeles Clippers 94:101 San Antonio Spurs
Los Angeles Lakers 96:133 Denver Nuggets
Orlando Magic 92:108 Dallas Mavericks