Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, hefur tilkynnt að einum leik í úrvalsdeild kvenna, Subway-deildinni, og einum leik í 1. deild karla hafi verið frestað vegna kórónuveirunnar.
Leik Keflavíkur og Hauka, sem átti að fara fram í úrvalsdeild kvenna á miðvikudagskvöld, hefur verið frestað vegna smita og sóttkvíar leikmanna Hauka.
Þá hefur leik Álftaness og Hauka í 1. deild karla, sem átti að fara fram í kvöld, verið frestað vegna smita innan leikmannahóps Hauka.