Frestun vegna smita hjá Val

Ólafur Ólafsson og félagar í Grindavík áttu að mæta Val.
Ólafur Ólafsson og félagar í Grindavík áttu að mæta Val. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur tilkynnti rétt í þessu að leik Grindvíkinga og Vals í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, sem fram átti að fara á fimmtudagskvöldið hafi verið frestað.

Ástæðan er sögð vera smit í herbúðum Valsmanna. Leiknum verði fundinn nýr dagur á næstunni. Þrír aðrir leikir eru á dagskrá í deildinni á fimmtudagskvöld, Njarðvík - Þór Akureyri, Vestri - Þór Þorlákshöfn og Tindastóll - KR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert