Áfram frestað í körfuboltanum

Smit hafa komið upp í leikmannahópi Tindastóls.
Smit hafa komið upp í leikmannahópi Tindastóls. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, hefur tilkynnt að tveimur leikjum, einum í úrvalsdeild karla og einum í 1. deild kvenna, hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins.

Leik Tindastóls og KR í Subway-deild karla sem var á dagskrá annað kvöld hefur verið frestað vegna smita innan leikmannahóps Tindastóls. Nýr leiktími hefur ekki verið fundinn enn sem komið er.

Leik Snæfells og KR í 1. deild kvenna sem var á dagskrá í kvöld hefur þá verið frestað um viku vegna smita og sóttkvíar í herbúðum Snæfells.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert