Þremur leikjum til viðbótar frestað

Leik Njarðvíkur og Fjölnis hefur verið frestað.
Leik Njarðvíkur og Fjölnis hefur verið frestað. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, hefur tilkynnt að þremur leikjum til viðbótar, einum í úrvalsdeild karla, einum í úrvalsdeild kvenna og einum í 1. deild karla, hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins.

Í morgun tilkynnti KKÍ að leik Tindastóls og KR í Subway-deild karla og leik Snæfells og KR í 1. deild kvenna hafi verið frestað en nú hafa þrír leikir bæst við.

Leik Vestra og Þórs úr Þorlákshöfn, sem var á dagskrá á morgun í Subway-deild karla, hefur verið frestað vegna smita innan herbúða Vestra.

Leik Hrunamanna og Álftaness, sem var á dagskrá á föstudag í 1. deild karla, hefur þá verið frestað vegna smita hjá Hrunamönnum.

Vegna smits og sóttkvíar í herbúðum Fjölnis hefur leik Njarðvíkur og Fjölnis í Subway-deild kvenna í kvöld svo einnig verið frestað. Leiknum hefur ekki verið fundinn nýr leiktími.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert