Antwerp Giants tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum belgíska bikarnum í körfubolta með 90:89-heimasigri á Mechelen. Antwerp vann fyrri leikinn 117:77 og einvígið samanlagt 207:166.
Elvar Már Friðriksson átti góðan leik fyrir Antwerp og var stigahæstur á vellinum með 15 stig. Þá tók hann einnig tvö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar á aðeins tæplega 19 mínútum.
Antwerp hefur í þrígang orðið belgískur bikarmeistari, síðast árið 2020.