Þórir Guðmundur Þorbjarnarson lét vel að sér kveða þegar lið hans Landstede Hammers lagði Den Helder með minnsta mun eftir framlengdan leik í úrvalsdeild Hollands og Belgíu í körfuknattleik karla í dag.
Þórir skoraði 18 stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar á tæplega 35 mínútum þegar Landstede marði 99:98-sigur eftir lygilega jafnan leik allan tímann.
Landstede er eftir sigurinn í fjórða sæti hollenska hluta deildarinnar með 27 stig eftir 16 leiki.