Körfuknattleiksdeild Þórs frá Akureyri hefur gengið frá samningi við danska bakvörðinn August Haas.
Haas kemur til Þórs frá Herlev í efstu deild danska körfuboltans. Hann lék í bandaríska háskólaboltanum frá 2016 til 2019 ásamt því að leika með öllum yngri landsliðum Danmerkur.
Þórsarar hafa átt erfitt tímabil því liðið er neðst í Subway-deildinni með aðeins tvö stig úr 13 leikjum.