Kevin Durant og LeBron James verða fyrirliðar úrvalsliða Austurdeildar og Vesturdeildar þegar þau mætast í hinum árlega stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfuknattleik.
Stjörnuhelgin verður haldin í Cleveland að þessu sinni dagana 18. til 20. febrúar og að vanda er það stuðningsfólk liðanna sem kýs leikmennina sem skipa byrjunarliðin.
Durant og James fengu flest atkvæði í hvorri deild fyrir sig og verða því fyrirliðar eins og á síðasta ári. Byrjunarliðin verða þannig:
Austurdeild:
DeMar DeRozan, Chicago Bulls
Trae Young, Atlanta Hawks
Joel Embiid, Philadelphia 76ers
Kevin Durant, Brooklyn Nets
Giannis Antetokounmpo, Milwaukee Bucks
Vesturdeild:
Stephen Curry, Golden State Warriors
Ja Morant, Memphis Grizzlies
LeBron James, Los Angeles Lakers
Nikola Jokic, Denver Nuggets
Andrew Wiggins, Golden State Warriors
Þjálfarar liðanna velja síðan varamennina í liðin tvö og þau verða birt á fimmtudaginn kemur.