Durant og James fara fyrir stjörnuliðunum

Kevin Durant og LeBron James takast á.
Kevin Durant og LeBron James takast á. AFP

Kevin Durant og LeBron James  verða fyrirliðar úrvalsliða Austurdeildar og Vesturdeildar þegar þau mætast í hinum árlega stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfuknattleik.

Stjörnuhelgin verður haldin í Cleveland að þessu sinni dagana 18. til 20. febrúar og að vanda er það stuðningsfólk liðanna sem kýs leikmennina sem skipa byrjunarliðin.

Durant og James fengu flest atkvæði í hvorri deild fyrir sig og verða því fyrirliðar eins og á síðasta ári. Byrjunarliðin verða þannig:

Austurdeild:
DeMar DeRozan, Chicago Bulls
Trae Young, Atlanta Hawks
Joel Embiid, Philadelphia 76ers
Kevin Durant, Brooklyn Nets
Giannis Antetokounmpo, Milwaukee Bucks

Vesturdeild:
Stephen Curry, Golden State Warriors
Ja Morant, Memphis Grizzlies
LeBron James, Los Angeles Lakers
Nikola Jokic, Denver Nuggets
Andrew Wiggins, Golden State Warriors

Þjálfarar liðanna velja síðan varamennina í liðin tvö og þau verða birt á fimmtudaginn kemur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert