Haukar gerðu góða ferð austur á Egilsstaði í kvöld og unnu 96:90 sigur á Hetti í toppslag 1. deildar karla í körfubolta.
Haukar voru níu stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 27:35, en í öðrum og þriðja leikhluta skoruðu liðin jafn mörg stig svo munurinn fyrir fjórða leikhluta var enn níu stig, 71:80. Hattarmenn reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en allt kom fyrir ekki, sigurinn var Hauka.
Stigahæstur í liði Hauka var Jeremy Herbert Smith en hann skoraði 33 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Hjá Hetti var Matej Karlovic stigahæstur með 24 stig.
Úrslitin þýða það að liðin eru jöfn á toppnum með 26 stig. Haukar unnu þó báðar innbyrðisviðureignir liðanna í vetur og standa því betur að vígi. Verði þetta lokaniðurstaða deildarinnar fara Haukar því beint upp í Subway-deildina á meðan Höttur þyrfti í umspil.
Gangur leiksins: 9:8, 14:18, 23:25, 27:36, 33:44, 40:50, 45:54, 51:60, 56:63, 62:67, 69:73, 71:80, 75:84, 78:86, 83:90, 90:96.
Höttur: Matej Karlovic 24/4 fráköst, Timothy Guers 23/5 fráköst/7 stoðsendingar, Arturo Fernandez Rodriguez 17/11 stoðsendingar, Juan Luis Navarro 12/9 fráköst, David Guardia Ramos 6/7 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 5, Sigmar Hákonarson 3.
Fráköst: 22 í vörn, 10 í sókn.
Haukar: Jeremy Herbert Smith 33/6 fráköst/5 stoðsendingar, Jose Medina Aldana 20/4 fráköst/5 stoðsendingar, Shemar Deion Bute 17/18 fráköst/3 varin skot, Bragi Guðmundsson 11, Finnur Atli Magnússon 8/5 fráköst, Emil Barja 4/5 stoðsendingar, Kristján Leifur Sverrisson 2, Isaiah Coddon 1.
Fráköst: 30 í vörn, 11 í sókn.
Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Friðrik Árnason.
Áhorfendur: 169