Phoenix Suns vann sinn níunda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum í nótt er liðið vann tíu stiga heimasigur á Minnesota Timberwolves, 134:124. Phoenix hefur farið á kostum á tímabilinu og unnið 39 leiki og aðeins tapað níu.
Devin Booker skoraði 39 stig fyrir Phoenix og Chris Paul skilaði þrefaldri tvennu; 21 stigi, 10 fráköstum og 14 stoðsendingum. Anthony Edwards gerði 27 stig fyrir Minnesota og gaf 10 stoðsendingar sömuleiðis.
Stjörnum prýtt lið Los Angeles Lakers tapaði sínum 26. leik á tímabilinu er liðið heimsótti Charlotte og mátti þola 117:114-tap. Hvorki Anthony Davis né LeBron James léku fyrir Lakers en í fjarveru þeirra skoraði Russell Wostbrook 35 stig sem dugðu ekki til. Miles Bridges gerði 26 fyrir Charlotte.
Þá átti gríska undrið Giannis Antetokounmpo enn einn stórleikinn í 123:108-heimasigri á New York Knicks. Hann gerði 38 stig og tók 13 fráköst. Jrue Holiday skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar. Miami Heat er hinsvegar á toppi Austurdeildarinnar eftir 121:114-heimasigur á Los Angeles Clippers. Jimmy Butler gerði 26 stig fyrir Miami.
Úrslit næturinnar í NBA-körfuboltanum:
Orlando Magic – Detroit Pistons 119:103
Atlanta Hawks – Boston Celtics 108:92
Charlotte Hornets – Los Angeles Lakers 117:114
Houston Rockets – Portland Trail Blazers 110:125
Memphis Grizzlies – Utah Jazz 119:109
Miami Heat – Los Angeles Clippers 121:114
New Orleans Pelicans – Denver Nuggets 105:116
Oklahoma City Thunder – Indiana Pacers 110:113
San Antonio Spurs – Chicago Bulls 131:122
Phoenix Suns – Minnesota Timberwolves 134:124
Milwaukee Bucks – New York Knicks 123:108