Botnlið Subway-deildar kvenna í körfubolta, Breiðablik, vann óvæntan 78:66 sigur á Val á útivelli í kvöld.
Valur leiddi með sjö stigum eftir fyrsta leikhluta en annar leikhluti var algjör eign gestanna sem leiddu 36:31 í hálfleik. Breiðablik jók svo þá forystu í þriðja leikhluta og kláraði leikinn fagmannlega í þeim fjórða. Tíu stiga sigur staðreynd.
Ísabella Ósk Sigurðardóttir átti sannkallaðan stórleik og var stigahæst í liði Breiðabliks en hún skoraði 25 stig ásamt því að taka 19 fráköst. Hjá Val var Ameryst Alston stigahæst en hún skoraði 35 stig.
Þetta er þriðji sigur Breiðabliks í vetur sem lyfti sér upp að hlið Grindavíkur í sjöunda sæti með sex stig. Valur gatt sett aukna pressu og minnkað bilið í toppliðin Njarðvík og Fjölni niður í tvö stig, en mistókst það. Valur er því enn fjórum stigum á eftir toppliðunum.
Gangur leiksins:: 0:4, 4:6, 15:12, 19:12, 22:14, 27:22, 27:27, 31:36, 33:42, 37:44, 41:49, 43:55, 45:60, 55:64, 61:72, 66:78.
Valur: Ameryst Alston 35/6 fráköst/6 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 11, Ásta Júlía Grímsdóttir 8/7 fráköst/5 varin skot, Heta Marjatta Aijanen 8/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 2/5 fráköst, Sara Líf Boama 2/10 fráköst.
Fráköst: 27 í vörn, 9 í sókn.
Breiðablik: Isabella Ósk Sigurðardóttir 25/19 fráköst/5 stolnir, Michaela Lynn Kelly 17/7 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 12/4 fráköst, Iva Georgieva 11/9 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 6/5 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 3, Anna Lóa Óskarsdóttir 2, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 2.
Fráköst: 38 í vörn, 11 í sókn.
Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Stefán Kristinsson.
Áhorfendur: 46