Tveimur leikjum er nýlokið í NBA-deildinni í körfubolta. LeBron James-lausir LA Lakers-menn töpuðu 129:121 gegn Atlanta Hawks á meðan nágrannar þeirra í LA Clippers unnu 115:90 sigur á Charlotte Hornets.
Hinn frábæri Trae Young fór fyrir sínum mönnum í Atlanta en hann skoraði 36 stig og gaf 12 stoðsendingar. John Collins var næst stigahæstur með 20 stig. Hjá Lakers var Malik Monk stigahæstur með 33 stig en hann tók einnig 10 fráköst. Anthony Davis skoraði 27 stig.
Hjá Clippers voru þeir Reggie Jackson og Brandon Boston Jr. stigahæstir en þeir skoruðu 19 stig hvor. Marcus Morris kom næstur með 16 stig en stigin dreifðust á marga leikmenn liðsins. Alls komust 11 leikmenn Clippers á blað í leiknum.
LaMelo Ball átti flottan leik í liði Charlotte en það dugði ekki til. Hann skoraði 23 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Miles Bridges kom næstur með 18 stig og níu fráköst.
Úrslit kvöldsins í NBA-deildinni:
Atlanta Hawks 129:121 LA Lakers
Charlotte Hornets 90:115 LA Clippers