Þriðji sigur Hauka í röð

Bríet Sif Hinriksdóttir með boltann í leiknum í kvöld.
Bríet Sif Hinriksdóttir með boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Haukar unnu 85:76 sigur á Keflavík í Subway-deild kvenna í Ólafssal í kvöld.

Fyrir leik voru Haukar í fjórða sætinu og Keflavík í því fimmta. Liðin eru í sömu sætum eftir leik en munurinn á milli liðanna jókst úr tveimur stigum í fjögur. Auk þess hafa Haukar spilað tveimur leikjum færra en Keflavík.

Keira Breeanne Robinson var stigahæst í liði Hauka en hún skoraði 26 stig, tók 11 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Bríet Sif Hinriksdóttir kom næst með 17 stig.

Í liði Keflavíkur var Anna Ingunn Svansdóttir stigahæst með 22 stig og Katla Rún Garðarsdóttir næst með 17.

Gangur leiksins:: 0:2, 8:9, 13:12, 13:17, 21:17, 24:26, 31:33, 37:38, 45:42, 54:47, 59:50, 61:52, 67:52, 69:61, 75:69, 85:76.

Haukar: Keira Breeanne Robinson 26/11 fráköst/6 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 17/4 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 14/5 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 9/4 fráköst, Helena Sverrisdóttir 9/9 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 6/7 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 4/6 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 17 í sókn.

Keflavík: Anna Ingunn Svansdóttir 22, Katla Rún Garðarsdóttir 17, Ólöf Rún Óladóttir 13/4 fráköst, Daniela Wallen Morillo 12/13 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 6/4 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 4/4 fráköst, Tunde Kilin 2.

Fráköst: 25 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson, Bjarni Rúnar Lárusson.

Áhorfendur: 44

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert