Breskur Íslandsvinur kominn til Þorlákshafnar

Kyle Johnson í leik með Stjörnunni gegn Haukum fyrir tveimur …
Kyle Johnson í leik með Stjörnunni gegn Haukum fyrir tveimur árum. mbl.is/Árni Sæberg

Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn hafa fengið til liðs við sig breskan leikmann sem þekkir vel til á Íslandi fyrir lokasprettinn á Íslandsmótinu í körfuknattleik.

Hafnarfréttir greina frá þessu. Leikmaðurinn er Kyle Johnson sem var í bikarmeistaraliði Stjörnunnar tímabilið 2019-20 og lék seinni hluta síðasta tímabils með Njarðvík.

Johnson er breskur landsliðsmaður og á 35 landsleiki að baki. Hann er 33 ára gamall skotbakvörður og hefur víða leikið á ferlinum. Nú síðast með Ottawa Blackjacks í Kanada en hann er fæddur þar í landi og hefur spilað með mörgum kanadískum liðum en einnig í Frakklandi, á Ítalíu, Kýpur og í Grikklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert