Njarðvík á toppinn

Nicolás Richotti var stigahæstur í kvöld.
Nicolás Richotti var stigahæstur í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Njarðvík er komið á topp úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Subway-deildarinnar, eftir að hafa unnið sterkan 88:69 útisigur á Val í kvöld.

Eftir gífurlega jafnan fyrri hálfleik þar sem Valur leiddi með einu stigi, 38:39, reyndust Njarðvíkingar hlutskarpari í þeim síðari.

Njarðvík kjöldró einfaldlega Valsmenn í þriðja leikhluta og náði 13 stiga forystu, 67:54.

Þar með var ekki aftur snúið enda bættu gestirnir lítillega við forystuna í fjórða og síðasta leikhluta og unnu að lokum frækinn 19 stiga sigur.

Nicolás Richotti var stigahæstur allra með 23 stig fyrir Njarðvík. Dedrick Basile var næststigahæstur Njaðvíkinga með 16 stig.

Kristófer Acox og Callum Lawson voru stigahæstir Valsmanna, báðir með 18 stig. Skammt undan var svo Pablo Bertone með 16 stig.

Þrjú lið eru nú jöfn á toppi Subway-deildarinnar með 20 stig eftir 14 leiki. Njarðvík er efst þar sem liðið er með besta stigaskorshlutfallið.

Valur - Njarðvík 69:88

Origo-höllin, Subway deild karla, 31. janúar 2022.

Gangur leiksins:: 9:2, 13:4, 19:9, 21:18, 30:23, 30:23, 35:28, 39:36, 41:46, 44:52, 52:62, 54:67, 54:71, 63:74, 67:82, 69:88.

Valur: Callum Reese Lawson 18/4 fráköst, Kristófer Acox 18/8 fráköst, Pablo Cesar Bertone 16/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 6/10 fráköst, Hjálmar Stefánsson 5/4 fráköst, Sveinn Búi Birgisson 4, Kári Jónsson 2.

Fráköst: 25 í vörn, 7 í sókn.

Njarðvík: Nicolas Richotti 23/4 fráköst, Dedrick Deon Basile 16/8 stoðsendingar, Mario Matasovic 11/8 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 10, Maciek Stanislav Baginski 9/4 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 7, Fotios Lampropoulos 4/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 3, Logi Gunnarsson 3, Jan Baginski 2.

Fráköst: 19 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Bjarki Þór Davíðsson, Johann Gudmundsson.

Áhorfendur: 128

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert