Chris Paul átti stórleik fyrir Phoenix Suns þegar liðið vann fimm stiga sigur gegn San Antonio Spurs í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik í Phoenix í nótt.
Leiknum lauk með 115:110-sigri Phoenix en Paul skoraði 20 stig í leiknum, ásamt því að gefa nítján stoðsendingar.
Þetta var tíundi sigur Phoenix í röð í deildinni en liðið er í efsta sæti vesturdeildarinnar með 40 sigra í 49 leikjum.
Úrslit næturinnar í NBA:
Milwaukee – Denver 100:136
Orlando – Dallas 110:108
Minnesota – Utah 126:106
Phoenix – San Antonio 115:110
Detroit – Cleveland 115:105
Chicago – Portland 130:116