Tveimur leikjum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik sem fram áttu að fara í þessari viku hefur verið frestað vegna kórónuveirusmita.
Þetta er annars vegar leikur Tindastóls og KR sem átti að fara fram á Sauðárkróki í kvöld og hinsvegar leikur Keflavíkur og Breiðabliks sem fram átti að fara á fimmtudagskvöldið í Keflavík.
Í tilkynningu frá KKÍ segir að stefnt sé að því að báðir leikirnir fari fram mánudagskvöldið 14. febrúar.