Martin Hermannsson skoraði 9 stig fyrir Valencia þegar liðið tapaði með minnsta mun fyrir Gran Canaria á útivelli í B-riðli Evrópubikarsins í körfuknattleik á Spáni í kvöld.
Leiknum lauk með 91:90-sigri Gran Canaria eftir framlengdan leik en Valencia leiddi með átta stigum, 81:73, þegar tvær mínútur voru til leiksloka.
Martin lék í 20 mínútur í kvöld og tók eitt frákast í leiknum, ásamt því að gefa fjórar stoðsendingar.
Valencia er í öðru sæti riðilsins með átta sigra og fjögur töp eftir tólf leiki en Gran Canaria er í efsta sætinu með 9 sigra og tvö töp eftir ellefu leiki.