Körfuknattleiksdeild Vals hefur komist að samkomulagi við Bandaríkjamanninn Jacob Calloway um að spila með karlaliðinu út tímabilið.
Calloway er 202 sentimetra hár framherji.
Eftir að hann útskrifaðist frá Southern Utah-háskólanum hefur hann leikið með Pully Lausanne Foxes í Sviss, NH Ostrava í Tékklandi og nú síðast Tigrillos Medellín í Kólumbíu þar sem hann var fyrir áramót.
„Jacob er hreyfanlegur framherji sem er öflug skytta. Við bjóðum Jacob velkominn til Vals en hann er væntanlegur til landsins á næstu dögum,“ segir í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Vals.