Valur krækir í Bandaríkjamann

Kristófer Acox og félagar í Val hafa fengið liðstyrk.
Kristófer Acox og félagar í Val hafa fengið liðstyrk. mbl.is/Árni Sæberg

Körfuknattleiksdeild Vals hefur komist að samkomulagi við Bandaríkjamanninn Jacob Calloway um að spila með karlaliðinu út tímabilið.

Calloway er 202 sentimetra hár framherji.

Eftir að hann útskrifaðist frá Southern Utah-háskólanum hefur hann leikið með Pully Lausanne Foxes í Sviss, NH Ostrava í Tékklandi og nú síðast Tigrillos Medellín í Kólumbíu þar sem hann var fyrir áramót.

„Jacob er hreyfanlegur framherji sem er öflug skytta. Við bjóðum Jacob velkominn til Vals en hann er væntanlegur til landsins á næstu dögum,“ segir í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Vals.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert