Valur vann sterkan 66:57-útisigur á toppliði Njarðvíkur í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í kvöld.
Magnaður fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum enda tókst Njarðvíkingum einungis að skora sjö stig í fyrsta leikhluta á meðan Íslandsmeistarar Vals sölluðu niður stigum.
Staðan í hálfleik var 44:25 og því ærið verkefni sem beið heimakvenna í Njarðvík í síðari hálfleik.
Talsverð batamerki voru á leik þeirra í þriðja leikhluta en Valskonur voru þó enn með gott forskot að honum loknum, 52:39.
Í fjórða og síðasta leikhluta héldu Njarðvíkingar hins vegar áfram að saxa á forskot Valskonum. Heimakonur náðu þó mest að minnka muninn niður í níu stig í leikhlutanum og komust á endanum ekki lengra en það.
Niðurstaðan því góður níu stiga sigur Vals.
Ameryst Alston fór fyrir Valskonum og var stigahæst í leiknum með því að skora 29 stig. Ásta Júlía Grímsdóttir var þá með tvöfalda tvennu er hún skoraði tíu stig og tók 13 fráköst.
Aliyah Collier náði sömuleiðis tvöfaldri tvennu og var stigahæst Njarðvíkinga, Skoraði hún 17 stig og tók 17 fráköst að auki.
Njarðvík heldur toppsætinu en Valur nálgast liðið nú óðfluga. Njarðvík og Fjölnir eru bæði með 20 stig í efstu tveimur sætunum og Valur kemur þar á eftir með 18 stig.
Ljónagryfjan, Subway deild kvenna, 02. febrúar 2022.
Gangur leiksins:: 4:6, 7:12, 7:19, 7:21, 9:27, 14:33, 20:38, 25:44, 27:44, 31:48, 35:50, 39:52, 46:58, 47:63, 51:63, 57:66.
Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 17/17 fráköst, Lavína Joao Gomes De Silva 15/6 fráköst, Diane Diéné Oumou 10/4 fráköst, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 8, Helena Rafnsdóttir 5, Vilborg Jonsdottir 2.
Fráköst: 26 í vörn, 5 í sókn.
Valur: Ameryst Alston 29/6 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Heta Marjatta Aijanen 11/6 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 10/13 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 7/7 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 3, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 2, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2, Guðbjörg Sverrisdóttir 2.
Fráköst: 30 í vörn, 9 í sókn.
Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Ingi Björn Jónsson.
Áhorfendur: 88