Auðvelt hjá Stjörnunni gegn botnliðinu

David Gabrovsek með boltann í kvöld. Eric Fongue horfir einbeittur …
David Gabrovsek með boltann í kvöld. Eric Fongue horfir einbeittur á. Ljósmynd/Arnþór Birkisson

Stjarnan vann öruggan 112:84-sigur á botnliði Þórs frá Akureyri þegar liðin öttu kappi í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Garðabænum í kvöld.

Magnaður annar leikhluti sá til þess að Stjörnumenn fóru með afar þægilega forystu til leikhlés enda staðan þá 61:35.

Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta en í þeim fjórða og síðasta tóku Þórsarar ágætlega við sér og löguðu aðeins stöðuna til að byrja með.

Hún var þó ansi erfið eftir afhroðið í fyrri hálfleiknum og eftir mjög góðan lokakafla Stjörnumanna var niðurstaðan að lokum auðveldur 28 stiga sigur Stjörnunnar.

Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur Stjörnumanna með 26 stig og skammt á eftir honum var Robert Turner III með 24 stig.

Stigahæstur allra í leiknum var hins vegar Dúi Þór Jónsson, sem fór til Þórs frá Stjörnunni fyrir tímabilið. Hann skoraði 28 stig og næststigahæstur hjá Þórsurum var Reginald Keely með 21 stig.

Stjarnan fer með sigrinum, að minnsta kosti um stundarsakir, upp í fjórða sæti deildarinnar þar sem liðið er nú með 16 stig.

Þór er áfram á botni deildarinnar með aðeins 2 stig.

Stjarnan - Þór Ak. 112:84

Mathús Garðabæjar höllin, Subway deild karla, 03. febrúar 2022.

Gangur leiksins:: 4:4, 15:10, 17:15, 27:24, 32:27, 44:33, 52:35, 61:35, 68:44, 72:46, 84:54, 88:60, 91:68, 97:75, 100:83, 112:84.

Stjarnan: Hilmar Smári Henningsson 26/4 fráköst/8 stoðsendingar, Robert Eugene Turner III 24/5 fráköst/5 stoðsendingar, David Gabrovsek 19/9 fráköst, Gunnar Ólafsson 14/7 fráköst/6 stoðsendingar, Shawn Dominique Hopkins 8/5 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 8, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Hlynur Elías Bæringsson 5/7 fráköst, Sigurður Rúnar Sigurðsson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 13 í sókn.

Þór Ak.: Dúi Þór Jónsson 28/4 fráköst/5 stoðsendingar, Reginald Keely 21/8 fráköst, Eric Etienne Fongue 11/4 fráköst, August Emil Haas 7, Ragnar Ágústsson 6, Hlynur Freyr Einarsson 6, Atle Bouna Black Ndiaye 5/4 fráköst.

Fráköst: 23 í vörn, 3 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Eggert Þór Aðalsteinsson, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 107

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert