Haukar minna á sig í toppbaráttunni

Hart barist í leiknum í kvöld.
Hart barist í leiknum í kvöld. Arnþór Birkisson

Bikarmeistarar Hauka hafa ekki sagt sitt síðasta í toppbaráttunni í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni. Í kvöld vann liðið góðan 88:77-sigur á sterku liði Fjölnis.

Heimakonur í Haukum fóru á kostum í öðrum leikhluta og leiddu með 17 stigum, 57:40, í leikhléi.

Gestirnir úr  Grafarvoginum voru sterkari í síðari hálfleik en náðu hins vegar ekki að minnka muninn nægilega mikið til þess að ógna Haukum að ráði.

Niðurstaðan því að lokum góður 11 stiga sigur Hauka.

Keira Robinson var stigahæst Hauka með 25 stig. Elísabeth Ýr Ægisdóttir náði tvöfaldri tvennu með því að skora 17 stig og taka tíu fráköst og Helena Sverrisdóttir náði því einnig er hún skoraði 11 stig og tók 11 fráköst.

Stigahæst í leiknum var Aliyah Mazyck með 26 stig og skammt á eftir henni var Dagný Lísa Davíðsdóttir með 24 stig.

Haukar eru áfram í fjórða sæti deildarinnar eftir sigurinn en eru nú með 16 stig og eiga tvo leiki til góða á efstu þrjú liðin. Með sigrum í þeim báðum geta Haukar jafnað tvö efstu lið deildarinnar, Njarðvík og Fjölni, að stigum.

Fjölnir er áfram í öðru sæti með 20 stig.

Haukar - Fjölnir 88:77

Ásvellir, Subway deild kvenna, 03. febrúar 2022.

Gangur leiksins:: 5:5, 7:9, 15:13, 20:16, 33:18, 40:24, 51:32, 57:40, 59:42, 65:44, 65:46, 68:53, 74:60, 80:68, 85:73, 88:77.

Haukar: Keira Breeanne Robinson 25/8 fráköst/7 stoðsendingar, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 17/10 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 13/4 fráköst, Helena Sverrisdóttir 11/11 fráköst/5 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 8/5 stoðsendingar, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 7, Eva Margrét Kristjánsdóttir 4, Sólrún Inga Gísladóttir 3/6 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 17 í sókn.

Fjölnir: Aliyah Daija Mazyck 26/9 fráköst/8 stoðsendingar, Dagný Lísa Davíðsdóttir 24/8 fráköst, Iva Bosnjak 10/7 fráköst/3 varin skot, Emma Hrönn Hákonardóttir 8/7 fráköst, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 7/4 fráköst, Heiður Karlsdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Sigurður Jónsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.

Áhorfendur: 67

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert