Grindavík vann góðan 101:93-sigur á Tindastóli í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Grindavík í kvöld.
Talsvert jafnræði var með liðunum mestallan leikinn en Grindavík leiddi þó með sjö stigum, 56:49, í leikhléi.
Í síðari hálfleik þjörmuðu Stólarnir að Grindvíkingum og náðu nokkrum sinnum að minnka muninn niður í aðeins þrjú stig.
Nær komust gestirnir hins vegar ekki og tókst Grindavík að lokum að hafa sterkan átta stiga sigur.
Naor Sharabani var stigahæstur Grindvíkinga í leiknum með 27 stig og skammt á hæla hans kom Elbert Matthews með 26 stig.
Stigahæstur í leiknum var hins vegar leikmaður Tindastóls, Javon Biggs, sem skoraði 30 stig. Næststigahæstur hjá Stólunum var Taiwo Badmus með 24 stig.
Grindavík fer með sigrinum aftur upp í fimmta sæti deildarinnar og Tindastóll heldur kyrru fyrir í sjöunda sæti.
HS Orku-höllin, Subway deild karla, 03. febrúar 2022.
Gangur leiksins:: 8:7, 16:14, 22:18, 34:24, 38:28, 43:34, 51:37, 56:49, 62:56, 68:63, 76:73, 84:78, 90:82, 94:86, 97:88, 101:93.
Grindavík: Naor Sharabani 27/6 fráköst/6 stoðsendingar, Elbert Clark Matthews 26/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ivan Aurrecoechea Alcolado 15/9 fráköst/5 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 14/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 13/8 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4, Javier Valeiras Creus 2.
Fráköst: 26 í vörn, 8 í sókn.
Tindastóll: Javon Anthony Bess 30/8 fráköst, Taiwo Hassan Badmus 24, Zoran Vrkic 15, Sigtryggur Arnar Björnsson 13/6 stoðsendingar, Pétur Rúnar Birgisson 4/5 fráköst/8 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 4/4 fráköst, Axel Kárason 3.