Atlanta stöðvaði sigurgöngu Phoenix

Trae Young fór á kostum í nótt.
Trae Young fór á kostum í nótt. AFP

Trae Young átti stórleik fyrir Alanta Hawks þegar liðið stöðvaði sigurgöngu Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfuknattleik í Atlanta í nótt.

Leiknum lauk með 124:115-sigri Atlanta en Young skoraði 43 stig í leiknum, ásamt því að gefa fimm stoðsendingar.

Devin Booker var stigahæstur í liði Phoenix með 32 stig en fyrir leik næturinnar hafði Phoenix unnið ellefu leiki í deildinni í röð.

Þrátt fyrir tapið er Phoenix áfram á toppi vestudeildarinnar með 41 sigur gegn Golden State Warriors kemur þar á eftir með 40 sigra.

Úrslit næturinnar í NBA:

Detroit – Minnesota 117:128
San Antonio – Miami 95:112
Atlanta – Phoenix 124:115
Toronto – Chicago (frl.) 127:120
Golden State – Sacramento 126:114
LA Clippers – LA Lakers 111:110

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert