Sannfærandi sigrar toppliðanna

Höttur og Haukar eru í tveimur efstu sætunum.
Höttur og Haukar eru í tveimur efstu sætunum. Árni Sæberg

Höttur er áfram með tveggja stiga forskot á Hauka í toppbaráttunni í 1. deild karla í körfubolta eftir sigra í kvöld.

Höttur vann öruggan 111:86-heimasigur á Hrunamönnum. Hrunamenn voru með 27:26 forskot eftir fyrsta leikhlutann en Höttur vann annan leikhluta með tíu stigum og hélt áfram að bæta í forskotið út leikinn.

Timothy Guers skoraði 20 stig fyrir Hött og Sigmar Hákonarson gerði 16. Kent Hanson skoraði 22 fyrir Hrunamenn og Clayton Ladin 21.

Haukar gerðu góða ferð á Skagann og unnu ÍA örugglega, 107:82. Haukar voru með forskotið frá fyrstu mínútu og sigldu sannfærandi sigri í hús.

Jeremy Smith skoraði 29 stig fyrir Hauka og Shemar Bute gerði 17 og tók 15 fráköst. Lucien Christofis skoraði 24 fyrir ÍA og Christopher Clover gerði 16.

Höttur er í toppsætinu með 30 stig og Haukar í öðru sæti með 28. Álftanes er í þriðja sæti með 24 stig.

Höttur - Hrunamenn 111:86

MVA-höllin Egilsstöðum, 1. deild karla, 04. febrúar 2022.

Gangur leiksins:: 2:6, 10:12, 17:22, 26:27, 28:29, 36:34, 45:39, 52:43, 57:51, 66:54, 76:61, 83:67, 91:68, 96:73, 105:77, 111:86.

Höttur: Timothy Guers 20/6 fráköst/5 stolnir, Sigmar Hákonarson 16, Adam Eiður Ásgeirsson 13, Arturo Fernandez Rodriguez 13/7 fráköst, Matej Karlovic 13/6 stoðsendingar, Juan Luis Navarro 12/6 fráköst/6 stoðsendingar, Brynjar Snaer Gretarsson 9, Matija Jokic 8/8 fráköst, David Guardia Ramos 5/14 fráköst, Sævar Elí Jóhannsson 2.

Fráköst: 34 í vörn, 13 í sókn.

Hrunamenn: Kent David Hanson 22/8 fráköst, Clayton Riggs Ladine 21/5 fráköst/7 stoðsendingar, Karlo Lebo 16/6 fráköst, Eyþór Orri Árnason 11, Yngvi Freyr Óskarsson 7, Dagur Úlfarsson 4, Kristófer Tjörvi Einarsson 3/7 fráköst, Páll Magnús Unnsteinsson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Agnar Guðjónsson.

ÍA - Haukar 82:107

Akranes - Vesturgata, 1. deild karla, 04. febrúar 2022.

Gangur leiksins:: 3:9, 7:18, 12:21, 14:29, 19:35, 24:43, 34:48, 36:56, 41:61, 43:67, 46:75, 53:84, 59:88, 65:101, 73:105, 82:107.

ÍA: Lucien Thomas Christofis 24/5 fráköst, Christopher Khalid Clover 16/4 fráköst, Aron Elvar Dagsson 14/6 fráköst, Þórður Freyr Jónsson 10, Tómas Andri Bjartsson 7, Júlíus Duranona 4, Ómar Örn Helgason 3, Baldur Freyr Ólafsson 2, Hendry Engelbrecht 2.

Fráköst: 18 í vörn, 8 í sókn.

Haukar: Jeremy Herbert Smith 29/6 fráköst/6 stoðsendingar, Shemar Deion Bute 17/15 fráköst, Jose Medina Aldana 16/4 fráköst/5 stoðsendingar, Bragi Guðmundsson 13, Alex Rafn Guðlaugsson 8, Isaiah Coddon 8/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 5/4 fráköst, Emil Barja 5/6 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 4/7 fráköst, Ivar Alexander Barja 2.

Fráköst: 32 í vörn, 19 í sókn.

Dómarar: Bjarni Rúnar Lárusson, Elías Karl Guðmundsson.

Áhorfendur: 30

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert