Þórsarar á toppinn eftir nauman útisigur

Bandaríkjamaðurinn Glynn Watson með boltann í kvöld.
Bandaríkjamaðurinn Glynn Watson með boltann í kvöld. mbl.is/Arnþór

Þór frá Þorlákshöfn skellti sér upp í toppsæti Subway-deildar karla í körfubolta með naumum 90:88-útisigri á ÍR í kvöld. Þór er nú með 22 stig, tveimur meira en Keflavík og Njarðvík sem eiga leik til góða. ÍR er áfram í níunda sæti með tólf stig.

ÍR fékk gott tækifæri til að jafna metin á lokasekúndunum en heimamenn fóru illa að ráði sínu í lokasókninni og Þórsarar fögnuðu vel.

Staðan í hálfleik var 51:45, Þór í vil, og voru gestirnir yfir nánast allan seinni hálfleikinn, en ÍR-ingar aldrei langt undan. Staðan var svo 88:88 þegar ein og hálf mínúta var eftir en Ronaldas Rutkauskas tryggði Þórsurum sigurinn með tveimur stigum af vítalínunni.

Glynn Williams fór á kostum og skoraði 39 stig, tók sjö fráköst og gaf átta stoðsendingar. Daniel Mortensen gerði 19 stig. Triston Simpson skoraði 28 stig og gaf átta stoðsendingar fyrir ÍR og Jordan Semple skoraði 24 stig og tók 12 fráköst.

ÍR - Þór Þ. 88:90

TM Hellirinn, Subway deild karla, 04. febrúar 2022.

Gangur leiksins:: 7:2, 12:12, 15:15, 20:23, 25:30, 33:34, 39:43, 45:51, 50:51, 57:58, 62:64, 64:70, 69:76, 74:80, 81:83, 88:90.

ÍR: Triston Isaiah Simpson 28/8 stoðsendingar, Jordan Semple 24/12 fráköst/8 stoðsendingar/5 varin skot, Igor Maric 17/6 fráköst, Collin Anthony Pryor 8/4 fráköst, Róbert Sigurðsson 8, Sæþór Elmar Kristjánsson 3.

Fráköst: 22 í vörn, 5 í sókn.

Þór Þ.: Glynn Watson 39/7 fráköst/8 stoðsendingar, Daniel Mortensen 19/8 fráköst/5 stoðsendingar, Ronaldas Rutkauskas 15/9 fráköst, Kyle Johnson 9/5 fráköst, Luciano Nicolas Massarelli 6/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 2.

Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Bjarki Þór Davíðsson.

Áhorfendur: 88

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert