Belgíska liðið Antwerp Giants vann sinn fyrsta sigur á öðru stigi riðlakeppninnar í Evrópubikarnum í körfubolta í kvöld er liðið lagði Kíev Bakset á heimavelli, 83:70.
Elvar Már Friðriksson átti afar góðan leik fyrir Antwerp og var stigahæstur á vellinum með 22 stig. Þá gaf hann einnig flestar stoðsendingar eða fimm og tók þrjú fráköst á 28 mínútum.
Þrátt fyrir sigurinn er Antwerp í botnsæti riðilsins með einn sigur og fjögur töp eftir fimm leiki.