Slóveninn Luka Doncic átti sannkallaðan stórleik fyrir Dallas Mavericks þegar liðið vann góðan 107:98-sigur á Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.
Doncic var með þrefalda tvennu; skoraði 33 stig, tók 13 fráköst og gaf 15 stoðsendingar.
Er þetta í 44. sinn sem Doncic nær þrefaldri tvennu á ferlinum en hann er enn aðeins 22 ára gamall.
Kamerúninn Joel Embiid var með tvöfalda tvennu fyrir Philadelphia í 23. sinn á tímabilinu í 40. leiknum á því.
Philadelphia náði mest 16 stiga forystu í öðrum leikhluta en Dallas kom vel til baka og tryggði sér sigur.
Gera þurfti 44 mínútna hlé á leiknum strax í fyrsta leikhluta þegar kom í ljós að önnur karfan var skökk. Doncic setti niður þriggja stiga skot ofan í skakka körfuna og benti síðan dómurum leiksins á að hún væri ekki eins og hún ætti að vera.
Luka called out the rim not being level after hitting a three 👀
— Bleacher Report (@BleacherReport) February 5, 2022
(via @NBATV)pic.twitter.com/C6qPjnMUyA
Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í nótt.
Öll úrslit næturinnar:
Dallas - Philadelphia 107:98
Utah - Brooklyn 125:102
Charlotte - Cleveland 101:102
Detroit - Boston 93:102
Indiana - Boston 115:122
Toronto - Atlanta 125:114
San Antonio - Houston 131:106
Denver - New Orleans 105:113
Portland - Oklahoma 93:96