Zaragoza hafði betur gegn Unicaja Málaga í efstu deild Spánar í körfubolta í kvöld, 92.72. Zaragoza var yfir allan leikinn og var sigurinn öruggur.
Íslenski landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason lék vel með Zaragoza og náði tvöfaldri tvennu því hann skoraði 11 stig og tók 10 fráköst að auki. Hann nýtti því þær 16 mínútur sem hann fékk í leiknum afar vel.
Zaragoza er í 13. sæti deildarinnar með sjö sigra og tólf töp í 19 leikjum.