Það gengur ekkert upp hjá stjörnumprýddu liði Brooklyn Nets þessadagana í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik en liðið tapaði sínum áttunda deildarleik í röð í nótt gegn Denver Nuggets í Denver.
Leiknum lauk með 124:104-sigri Denver Nikola Jokic átti stórleik fyrir Denver, skoraði 27 stig, tók tólf fráköst og gaf tíu stoðsendingar.
Brooklyn-menn náðu sér ekki á strik í nótt en Kyrie Irving var atkvæðamestur þeirra með 27 stig og ellefu stoðsendingar.
Brooklyn er komið í sjöunda sæti austurdeildarinnar með 29 sigra og 24 töp og er liðið nú í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Denver er með 29 sigra í sjötta sæti vesturdeildarinnar.
Úrslit næturinnar í NBA:
Houston – New Orleans 107:120
LA Clippers – Milwaukee 113:137
Cleveland – Indiana 98:85
Dallas – Atlanta 103:94
Orlando – Boston 83:116
Chicago – Philadelphia 108:119
Denver – Brooklyn 124:104
Minnesota – Detroit 118:105