Ekkert verður af því að Þór frá Akureyri og Vestri mætist í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Akureyri í kvöld eins og til stóð.
Leiknum hefur verið frestað þar sem Vestramenn komast ekki til Akureyrar vegna ófærðar. Í tilkynningu frá KKÍ segir að unnið sé að því að finna nýjan leikdag.
Tveir leikir eiga annars að fara fram í deildinni í kvöld en Breiðablik fær Tindastól í heimsókn í Smárann klukkan 19.15 og Valur tekur á móti KR á Hlíðarenda klukkan 20.15.