Everage Lee Richardson fór á kostum í liði Breiðabliks þegar það vann sterkan 107:98-sigur á Tindastóli í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Kópavoginum í kvöld.
Richardson skoraði 44 stig í stórskemmtilegum leik.
Blikar voru sterkari í fyrri hálfleik enda leiddu þeir með átta stigum, 57:49, í leikhléi.
Í síðari hálfleik var allt í járnum og reyndu gestirnir af Sauðárkróki hvað þeir gátu til þess að jafna metin en þrátt fyrir góða baráttu komust Stólarnir ekki nær Blikum en fimm stigum, seint í fjórða og síðasta leikhluta.
Niðurstaðan því að lokum góður níu stiga sigur Blika.
Auk Richardson átti Hilmar Pétursson góðan leik í liði Breiðabliks en hann skoraði 21 stig og tók níu fráköst að auki.
Sigurður Pétursson lék sömuleiðis vel og náði tvöfaldri tvennu er hann skoraði 13 stig og tók 15 fráköst.
Í liði Tindastóls var landsliðsmaðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson stigahæstur með 24 stig auk þess sem hann tók níu fráköst.
Tveir liðsfélagar hans náðu tvöfaldri tvennu. Zoran Vrkic var með 23 stig og tíu fráköst og Pétur Rúnar Birgisson skoraði 15 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar.
Smárinn, Subway deild karla, 07. febrúar 2022.
Gangur leiksins:: 8:3, 13:15, 19:22, 28:24, 31:35, 38:37, 45:39, 57:49, 61:50, 69:56, 76:64, 79:71, 82:77, 93:85, 97:90, 107:98.
Breiðablik: Everage Lee Richardson 44/4 fráköst, Hilmar Pétursson 21/9 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 15/4 fráköst, Sigurður Pétursson 13/15 fráköst, Danero Thomas 6/8 fráköst, Frank Aron Booker 5, Sveinbjörn Jóhannesson 2, Bjarni Geir Gunnarsson 1.
Fráköst: 31 í vörn, 15 í sókn.
Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson 24/9 fráköst/5 stoðsendingar, Zoran Vrkic 23/10 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 15/10 fráköst/9 stoðsendingar, Javon Anthony Bess 15/9 fráköst, Taiwo Hassan Badmus 10/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/7 fráköst, Axel Kárason 2.
Fráköst: 38 í vörn, 17 í sókn.
Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Bjarki Þór Davíðsson, Ingi Björn Jónsson.
Áhorfendur: 91