Devin Booker og DeMar DeRozan fóru báðir á kostum í nótt þegar lið þeirra Chicago Bulls og Phoenix Suns mættust í toppslag í NBA-deildinni í körfuknattleik.
Booker skoraði 38 stig fyrir Phoenix sem hafði betur gegn Chicago á útivelli, 127:124, þar sem DeRozan skoraði 38 stig fyrir heimaliðið, 25 þeirra í síðari hálfleik.
Phoenix er áfram með bestan árangur allra liða í deildinni, 43 sigra í 53 leikjum, en Chicago er í þriðja sæti Austurdeildar með 33 sigra í 54 leikjum, rétt á eftir Miami og Milwaukee.
Pascal Siacam skoraði 24 stig og tók 11 fráköst fyrir Toronto Raptors sem vann sinn sjötta leik í röð, 116:101 gegn Charlotte Hornets á útivelli.
Mitchell Robinson tók 21 frákast fyrir New York Knicks og skoraði 19 stig en það dugði ekki til og lið hans tapaði fyrir Utah Jazz í Saltvatnsborg. Donovan Mitchell skoraði 32 stig fyrir Utah.
Stephen Curry skoraði 18 stig, átti 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst fyrir Golden State Warriros sem vann Oklahoma City Thunder á útivelli, 110:98. Klay Thompson var þó stigahæstur hjá Golden State með 21 stig.
Úrslitin í nótt:
Charlotte - Toronto 101:116
Washington - Miami 100:121
Chicago - Phoenix 124:127
Oklahoma City - Golden State 98:110
Utah - New York 113:104