Frestað vegna smita í Grindavík

Grindavík getur ekki mætt til leiks í kvöld.
Grindavík getur ekki mætt til leiks í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Ekkert verður af því að Grindavík og Haukar mætist í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í kvöld en leikur þeirra átti að fara fram í Grindavík.

Í tilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands segir að kórónuveiran hafi hreiðrað um sig í leikmannahópi Grindavíkur og þar með sé leiknum frestað. Ekki hafi verið fundinn nýr leiktími enn sem komið er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert