Haukasigur í ótrúlegum leik á Álftanesi

Emil Barja skoraði 17 stig fyrir Hauka gegn Álftanesi.
Emil Barja skoraði 17 stig fyrir Hauka gegn Álftanesi. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Haukar styrktu stöðu sína í toppslag 1. deildar karla í körfuknattleik þegar þeir lögðu Álftanes að velli eftir tvær framlengingar og ótrúlega spennu í íþróttahúsinu á Álftanesi í gærkvöld, 108:107.

Álftanes jafnaði metin í venjulegum leiktíma með ótrúlegum endaspretti, eftir að hafa verið undir 59:71 þegar aðeins tvær og hálf mínúta voru eftir. Fimm síðustu stigin komu á síðustu sex sekúndum leiksins og Eysteinn Bjarni Ævarsson jafnaði, 78:78, með þriggja stiga flautukörfu.

Staðan var 94:94 eftir framlengingu og því var framlengt aftur. Liðin voru áfram yfir til skiptis, Cedric Bowen kom Álftanesi í 107:106 þegar 20 sekúndur voru eftir en tveimur sekúndum fyrir leikslok skoraði Shemar Deion Bute sigurkörfu Hauka, 108:107.

Haukar eru áfram í öðru sæti, nú með 30 stig, en þeir eiga tvo leiki til góða á Hött sem er með 32 stig í efsta sætinu. Álftanes á eftir þennan ósigur litla sem enga möguleika á að blanda sér í baráttuna um að komast beint upp í úrvalsdeildina en liðið er með 24 stig í þriðja sætinu.

Gangur leiksins: 2:4, 6:6, 9:10, 13:14, 18:17, 20:24, 22:26, 34:35, 41:35, 42:37, 48:42, 52:51, 57:57, 59:62, 59:71, 73:78, 78:78, 85:87, 94:94, 102:102, 107:106, 107:108.

Álftanes: Cedrick Taylor Bowen 35/5 fráköst/6 stoðsendingar, Dino Stipcic 20/5 fráköst, Sinisa Bilic 20/9 fráköst/6 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 13/5 stoðsendingar, Friðrik Anton Jónsson 12/10 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 3, Ásmundur Hrafn Magnússon 2, Ingimundur Orri Jóhannsson 2.

Fráköst: 24 í vörn, 11 í sókn.

Haukar: Jeremy Herbert Smith 37/6 fráköst/5 stoðsendingar, Shemar Deion Bute 21/20 fráköst, Emil Barja 17/4 fráköst, Jose Medina Aldana 14/4 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 9, Finnur Atli Magnússon 6/7 fráköst, Bragi Guðmundsson 3, Alex Rafn Guðlaugsson 1.

Fráköst: 29 í vörn, 17 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Aðalsteinn Hjartarson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert