Ásta Júlía Grímsdóttir átti frábæran leik fyrir Val þegar liðið tók á móti Keflavík í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Origo-höllinni á Hlíðarenda í 19. umferð deildarinnar í kvöld.
Leiknum lauk með 84:73-sigri Vals en Ásta Júlía skoraði 21 stig og tók tíu fráköst í leiknum.
Valskonur voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu 27:15 eftir fyrsta leikhluta. Valur jók forskot sitt um sex stig í öðrum leikhluta og var 48:30 yfir í hálfleik.
Keflavík átti fá svör í síðari hálfleik og Valur var áfram með þægilegt forskot að þriðja leikhluta loknum, 64:47. Keflavík vann fjórða leikhluta með sex stiga mun, 26:20, en það dugði ekki til.
Ameryst Alson var stigahæst í liði Vals með 26 stig, átta fráköst og níu stoðsendingar en Daniela Wallen var stigahæst Keflvíkinga með 24 stig og fimmtán fráköst.
Valur fer með sigrinum í efsta sæti deildarinnar í 22 stig en Keflavík er í fimmta sætinu með 12 stig.
Gangur leiksins:: 2:2, 11:2, 15:12, 27:15, 30:20, 37:24, 41:26, 48:30, 50:32, 55:38, 58:40, 64:47, 69:53, 73:57, 78:61, 84:73.
Valur: Ameryst Alston 26/8 fráköst/9 stoðsendingar, Ásta Júlía Grímsdóttir 21/10 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 8/4 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 8/8 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 7/4 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 5, Heta Marjatta Aijanen 5/8 fráköst, Sara Líf Boama 4.
Fráköst: 34 í vörn, 12 í sókn.
Keflavík: Daniela Wallen Morillo 24/15 fráköst/5 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 15/4 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 13, Tunde Kilin 7, Katla Rún Garðarsdóttir 7/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 3/4 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 2, Eygló Kristín Óskarsdóttir 2/4 fráköst.
Fráköst: 25 í vörn, 11 í sókn.
Dómarar: Johann Gudmundsson, Stefán Kristinsson, Birgir Örn Hjörvarsson.
Áhorfendur: 73