Martin Hermannsson og liðsfélagar hans í Valencia styrktu stöðu sína í öðru sæti B-riðils Evrópubikarsins í körfuknattleik þegar liðið tók á móti Virtus Bologna á Spáni í kvöld.
Leiknum lauk með 83:77-sigri Valencia en Martin skoraði 2 stig í leiknum, tók eitt frákast og gaf fjórar stoðsendingar á þeim tæpu 16 mínútum sem hann lék.
Valencia er með 9 sigra og fjögur töp í öðru sæti riðilsins en Gran Canaria er í efsta sætinu með 9 sigra og tvö töp.