Sara Rún Hinriksdóttir var í aðalhlutverki hjá Phoenix Constanta í dag þegar liðið vann mikilvægan útisigur á Targu Mures, 56:49, í rúmensku A-deildinni í körfuknattleik.
Liðin voru jöfn í fimmta sæti deildarinnar fyrir leikinn og Phoenix komst því tveimur stigum fram úr keppianautunum.
Sara var stigahæst í liði Phoenix með 16 stig og tók auk þess níu fráköst og átti þrjár stoðsendingar á 32 mínútum. Staðan var 49:49 þegar 45 sekúndur voru eftir en Sara skoraði þrjú af sjö stigum liðsins á lokamínútuni og átti stoðsendingu að auki.